Velkomin/n til Íslandsvina/Iceland Explorer

Get nú ekki annað en sent ykkur línu til að segja ykkur að skíðaferðin okkar fór sko LAAANGT  fram úr væntingum, þar sem fararstjórinn hann Helmut gjörsamlega dró rauða dregilinn á undan okkur alla ferðina!! Alltaf mættur við lyftuna á morgnana og skíðaði með okkur allan daginn og þekkir hverja þúfu betur en lófan á sér!! Og alltaf  mættur í skíðabúðina ef eitthvert okkar vantaði eitthvað þar, til að aðstoða með það!! Fylgdist svo með að ALLIR kæmu niður heilir eftir daginn!! Það ættu allir að fara amk. eina skíðaferð með Helmut, hann fær 10 ********** af 5 möguleikum

Umsögn um Neukirchen ferðina okkar í janúar 2018 og þátt fararstjórans Helmut Maier í henni 

<>     <>     <>

Umsagnir um skíðagöngunámskeiðin okkar í Tékklandi undanfarna tvo vetur (2017 og 2018) í umsjón Auðar K. Ebenezersdóttur og Óskars Jakobssonar

Frábær og stórkostleg ferð í alla staði, toppar allt sem ég hef farið í || Allt upp á 10! Frábær ferð i alla staði, mæli með þessu við alla sem ég hitti || Þetta var mjög góð ferð og kennararnir frábærir og jákvæðir, takk fyrir mig! || Kennararnir voru mjög góðir, kunna sitt fag augljóslega og komu til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga í hópnum

<>     <>     <>

"Þetta var skemmtileg ferð. Fallegt og fjölbreytt umhverfi með mikla sögu. Brandur fararstjóri stóð sig með mikilli prýði og allt skipulag ferðarinnar frábært. Ég mæli með þessari ferð og vil þakka ferðaskrifstofunni Íslandsvinum fyrir mig." Grétar William Guðbergsson - Dónárdraumur 8. - 15. Júní 2015

<>     <>     <>

„Þessi ferð var samfellt ævintýri frá upphafi til enda. Fjölbreyttar, fallegar og skemmtilegar hjólaleiðir við allra hæfi. Það var virkilega gaman að búa í skútunni og þar var yndisleg stemning. Það var líka dásamlegt þegar akkerum var kastað í fagurbláum flóa og fólki boðið að synda. Að synda í tærum sjó þar sem enginn er á ferð nema þú og þínir ferðafélagar er upplifun út af fyrir sig og auðvitað mjög hressandi líka. Osturinn á eyjunni Pag er líka ógleymanlegur. Frábær upplifun og frábært frí.“

Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Auðunn Páll Sigurðsson - Umsögn um hjólaferð um Kvarnerflóann í Króatíu, sept. 2014.

 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir h.f. hefur verið starfrækt frá 1998.  Hún er í eigu Halldórs Hreinssonar.  Einnig starfar hún undir Iceland Explorer fyrir erlenda viðskiptavini í ferðum um Ísland. 

Fyrst og fremst eru það útivistarferðir sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og hafa þar göngu-, hjóla- og skíðaferðir verið vinsælastar, en núna eiga menningarferðir af ýmsum toga vaxandi fylgi að fagna.  Sanngjarnt verð og litlir hópar ásamt góðri fararstjórn er það sem er leitast við að bjóða viðskiptavinum upp á. 

Flestar ferðir eru hópferðir en einnig aðstoðum við hópa við að bóka flug, hótel og annað í fyrirfram ákveðnar ferðir. 

Hafið samband á info@explorer.is

| More
23.10.2018
Skíđaferđ til Tékklands 2019 – Spindlerúv Mlýn

Okkar árlega skíðaferð til Spindleruv Mlyn í Tékklandi verður 23. febrúar - 3. mars 2019 

Góðar aðstæður til skíðunar, mjög gott hótel og fararstjórinn, Halldór Hreinsson, einn mesti reynsluboltinn í faginu og þekkir svæðið eins og lófann á sér :-)

http://islandsvinir.is/is/ferdir/skidaferdir/spindleruv_mlyn__tekkland_23._februar__3._mars_2019/ 

| More