Skíđaferđ til Tékklands 2019 – Spindlerúv Mlýn
SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

SKÍÐAFERÐ TIL SPINDLERÚV MLÝN Í TÉKKLANDI

23. FEBRÚAR - 3. MARS 2019

9 dagar / 8 nætur
Lágmarks þátttaka 12 manns / hámark 20

Fararstjóri Halldór Hreinsson

Ferðskrifstofan Íslandsvinir verður með sína árlegu skíðaferð til Tékklands um mánaðarmótin febrúar/mars 2019 með íslenskri fararstjórn.

Spindlerúv Mlýn er stærsta skíðasvæði Tékklands og fjallaþorpið Spindlerúv Mlýn er staðsett í um 140km fjarlægð norðan við Prag, rétt við landamæri Póllands. Þorpið er í þjóðgarði sem nefnist Krokonosk eða Risafjöllin, og stendur í uþb.720m hæð yfir sjávarmáli. Þarna er ein vinsælasta útivistarperla Tékklands, bæði sumar og vetur.

Svæðið er rómað fyrir fjölbreytt úrval af skíðabrekkum fyrir allt skíðaáhugafólk. Á svæðinu eru einnig þrír snjó-brettagarðar, þar sem árlega eru haldin stór snjóbrettamót eins og   t.d. Snow Jam. Svæðið hefur því mikið verið notað af atvinnumönnum til æfinga. Þar að auki eru frábærar gönguskíðabrautir út um allt og t.d. er hægt að ganga yfir til Póllands og til baka á sama deginum. Yngri kynslóðin getur einnig haft nóg fyrir stafni þar sem það eru tveir glæsilegir skíðagarðar á svæðinu þar sem blandað er saman skíðaiðkun og annarri skemmtilegri vetrarafþreyingu.

SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

Spindlerúv Mlyn skíðasvæðið skiptist í tvo megin hluta; Svatý Petr – Hromovka og Horni Misecky – Medvedin. Svatý Petr - Hromovkasvæðið er með hátt í 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin allt að 450m. Horni Misecky – Medvedin svæðið er með vel yfir 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin á svæðinu allt að 600m. Á báðum svæðum eru fjölmargir veitingastaðir og barir í brekkunum þar sem er hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum.

Spindlerúv Mlýn svæðið er eitt besta skíðasvæði Tékklands hvort sem litið er til svigskíða-, snjóbretta- eða gönguskíðaiðkunar.  Sjá nánar á þessari síðu: http://www.skiarealspindl.cz/

SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

Nokkrar staðreyndir um Spindlerúv Mlýn.

 

Íbúafjöldi: 1.300

Fjöldi gistirýma: 10.000

Hæð umhverfis: 700 – 1.310 m.y.s

Lengd skíðabrauta:  U.þ.b. 25 km

Bláar – 7 km Rauðar – 14 km Svartar – 4 km           

Lengd gönguskíðabrauta: 200 km

 

Harmony Club Hotel er staðsett miðsvæðis í bænum og stendur sjálft í um 800 m.y.s. Það er nýtískulegt og býður uppá mjög góða aðstöðu fyrir sína gesti, en hægt er að skoða það nánar á heimasíðu þeirra  www.harmonyclub.cz . Þetta er 4 stjörnu hótel með öllu og hægt er að renna sér beint út á skíðasvæðið. Góðar byrjenda- og barnabrekkur eru við hótelið þar sem m.a. er boðið upp á kennslu.

Staðsetning: Hótelið er staðsett í Medvedin skíðabrekkunni og hægt er að skíða beint heim á hótel.

Herbergi: Rúmgóð herbergi með baðherbergi, síma, útvarpi og sjónvarpi. Internet og öryggishólf í herbergi gegn gjaldi.

Aðstaða:          Mismunandi gufuböð, sundlaug, heitir pottar, líkamsræktartæki, ljósabekkur, nudd og snyrting. Keila, billard og leiktæki fyrir börn.

SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

Meðan á dvöl stendur:

Aðstaðan á hótelinu er mjög góð; veitingastaðir, barir, lyfta, skíðageymsla, billjard, keila, innigolf, tennis, skvass og glæsilegt “wellness center” með innisundlaug, nuddpottum og mjög góðri gufubaðsaðstöðu. Farþegar Íslandsvina fá frítt í sundlaugina og heitu pottana meðan á dvöl stendur. Nettenging er í herbergjum gegn greiðslu en frítt á almenningsvæðum á hótelinu. Alla daga er kvöldverðarhlaðborð með mismunandi áherslum. Einnig er alla daga einhverskonar dagskrá fyrir börn og fullorðna, eins og leikir og tónlist.

SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

Strax eftir morgunverð á laugardeginum 2. mars verður ekið upp til Berlínar og komið þangað seinnipartinn.

Eftir að búið er að bóka inn á hótel Mercure hotel MOA Berlin**** verður frjáls tími til þess að líta í kringum sig í borginni ...

 SKIDAFERD SPINDLERUV MLYN 2019

Þjónusta & verð

 

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvalla-skattar

23.02.2019: Flogið með Icelandair frá Keflavík til Berlínar FI 528 kl. 07:40, áætluð lending kl. 12:05                   

03.03.2019: Flug með Icelandair frá Berlín til Keflavíkur FI 529 kl. 13:05, áætluð lending kl. 15:40

Athugið að flugtímar geta breyst

Gisting

Gist í sjö nætur á góðu fjögurra stjörnu hóteli - Harmony Club Hotel

Gist eina nótt á Mercure hotel MOA Berlin**** skammt frá Tegel flugvellinum

 

Matur

Morgunverður

Innifalinn alla dagana

Hádegisverður

Ekki innifalinn

Kvöldverður

Mjög fjölbreytt og vel útilátið hlaðborð innifalið alla dagana sem dvalið er á Harmony Club

Kvöldverður í Berlín er ekki innifalinn í verði

Flutningur

Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar

Fararstjórn

Halldór Hreinsson, forstjóri og eigandi Íslandsvina

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldverðum og önnur eigin útgjöld

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

ISK 199.900,- staðgreitt / með forpöntun á 6 daga skíðapassa kr. 229.900,-

Verð á mann í eins manns herbergi

ISK 249.900,- staðgreitt / með forpöntun á 6 daga skíðapassa kr. 279.900,-

Verð fyrir barn/börn

Sérstakur barnaafsláttur ef barn/börn er(u) í herbergi með foreldrum/forráðamönnum og hægt er að sérpanta fjölskylduherbergi. Nánar á skrifstofu Íslandsvina, sími 510 9500, info@explorer.is sem kannar möguleikana

Greiðslur og gjald-dagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 19. desember 2018 , annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlun ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         

 

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@islandsvinir.is

| More
Unable to find template: simpleitem simpleitem1