Perlur Slóveníu 16. - 24. ágúst 2018
dona hjól
  PERLUR SLÓVENÍU - HJÓLAFERÐ
9 dagar / 8 nætur
Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 14
Fararstjórar Brandur Jón Guðjónsson og Robert Ciglar

Prentvæna útgáfu af upplýsingum um ferðina má sjá hér

TVEIR FARARSTJÓRAR MEÐ LÍTINN HÓP TRYGGIR ENN BETRI ÞJÓNUSTU VIÐ FARÞEGANA 

Í þessari ferð er farið um nokkra af fegurstu stöðum Slóveníu sem saman undirstrika þá nafngift að landið sé ein af “perlum Evrópu”!

SLOVENIA 2018

Það stafar sérstakri birtu frá ljósum kalksteininum sem Slóvensku Alparnir eru gerðir úr. Þar eru snarbrattir tindar og djúpir dalir með skógi vaxnar hlíðar og blómstrandi engi, og um dalbotnana liðast blátærar ár. Farið verður Ofan frá Ölpum upp um fjöll og gegnum fjöll, um fjallaskörð og fallega dali, blómlegar sveitir og meðfram vötnum og ám, alveg niður til strandar Adríahafsins. Og það er sama hvert litið er, allsstaðar er landslagið í fjölbreytni sinni, hrikaleik og fegurð ein samfelld veisla fyrir skynfærin.

Hápunktar ferðarinnar eru ótal margir; hjólaferðin í námugöngunum í Peca, Bled vatnið, Vrsic skarðið, Skocjanske jame neðanjarðargljúfrið, svo fátt eitt sé nefnt.

Dagleiðirnar eru uþb. 25 – 50 km. og undirlagið er ýmist malarvegur, hjólastígar eða malbikaðir vegir.

Þetta er talsvert krefjandi ferð, erfiðleikastig dagleiða er „frekar létt“ til „frekar erfið“. Flesta dagana eru brekkur og mishæðótt landslag og því getur samanlögð hækkun orðið drjúg mikil. En þar sem fararstjórarnir eru tveir verður stundum boðið upp á „hægari/hraðari“ - „léttari/þyngri“ - „styttri/lengri“ dagleiðir þegar því verður við komið. Og alltaf er gefinn tími til að stoppa og kasta mæðinni, líta í kringum sig, taka myndir og einfaldlega njóta þess að vera til!

Þetta er ferð fyrir “venjulegt” fólk til að njóta og upplifa, en skilyrði er að þátttakendur séu vanir hjólreiðum.

SLOVENIA 2018

Allir þátttakendur verða á góðum fjallahjólum, en einnig er í boði að vera á rafhjóli (aukagjald).

Bíll með kerru fylgir hópnum meira og minna allan tímann og sér um að flytja farangur á milli gististaða, auk þess sem hann ferjar hópinn á milli svæða.

Lágmarks fjöldi er 8 manns, hámark 14

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – fimmtudagurinn 16. ágúst

Flogið til Munchen – ekið til Slóveníu

Flogið með Icelandair til Munchen. Áætluð lending þar er kl 13:05 og við tekur rútuferð til Prevalje sem er nyrst í Slóveníu, rétt uppundir Austurrísku landamærunum. Kvöldverður og gisting.

Dagur 2 – föstudagurinn 17. ágúst

Gegnum Peca

Strax eftir morgunverðinn verður lagt upp í fyrstu dagleiðina. Og hún er ekki af verri endanum; fjallið Peca er eins og svissneskur ostur með uþb. 800 km af námugöngum. Þangað verður hjólað og síðan í gegnum fjallið nærri 6 km leið og áfram niður í næsta dal.

Áætluð dagleið: uþb. 25 km

SLOVENIA 2018

Dagur 3 – laugardagurinn 18. ágúst

Savinja Alparnir

Það er hátt til lofts og vítt til veggja og stórbrotið útsýnið á þessari dagleið þegar hjólað verður um strjálbýlar sveitir Kamnisko - Savinjske alpanna, áður en brunað verður ofan í grösugan og búsældarlegan Logarska dalinn til gistingar.

Áætluð dagleið: Styttri uþb. 35km/lengri uþb. 40km

SLOVENIA 2018

Dagur 4 – sunnudagurinn 19. ágúst

Bled vatnið og Kranjska Gora

Farið með bíl að Bled vatninu, smakkað á hinni unaðslegu „Kremsnitu“ og þeir sem það vilja sigla út í eyjuna. Frá Bled verður ekið til bæjarins Mojstrana og hjólað þaðan vestur til Kranjska Gora, skíðasvæðisins fræga, þar sem verður gist.

Áætluð dagleið: Uþb. 25km

SLOVENIA 2018

Dagur 5 – mánudagurinn 20. ágúst

Vrsic skarðið og Trenta dalurinn

Brattur og hlykkjóttur vegurinn upp í Vrsic skarðið er krefjandi áskorun fyrir hvern þann einstakling sem leggur í að hjóla þangað upp, hinir koma bara í bílnum á eftir svo að allir hjóli af stað saman niður í Trenta dalinn. Leiðin meðfram Soca ánni er afskaplega falleg, en hún er öll í Triglav þjóðgarðinum. Dagsverkinu lýkur síðan í ferðaþjónustubænum Bovec.

Áætluð dagleið: Styttri uþb. 35km/lengri uþb. 50km

Dagur 6 – þriðjudagurinn 21. ágúst

Karst

Nú færir hópurinn sig um set og ekið verður niður til Komen þaðan sem hjólatúr þessa dags byrjar. „Karst“ er landsvæðið kallað þar sem gljúpur kalksteinninn myndar sérstakt landslag með hæðum og ásum og hellum og jarðföllum, en ofan á honum er frjósamur jarðvegur. Þar verður hjólað um fallegt svæði milli vínræktarakra og í gegnum gömul þorp.

Áætluð dagleið: uþb. 30km

SLOVENIA 2018

Dagur 7 – miðvikudagurinn 22. ágúst

Škocjanske jame – Piran

Eitt af fyrstu verkum þessa dags verður að fara gangandi um stórfenglegt Skocjanske jame neðanjarðargljúfrið áður en hjólað verður í áttina til strandarinnar, en hjólaferð dagsins endar síðan í hinum fornfræga bæ Piran.

Áætluð dagleið: uþb. 40km

Dagur 8 – fimmtudagurinn 23. ágúst

Ljubljana

Dagurinn hefst á akstri upp til Ljubljana, en síðan farið í skoðunarferð á hjólunum um fallegan miðbæinn í höfuðborg Slóveníu. Síðdegis verður farið í hópferð í stærstu verslunarmiðstöð borgarinnar.  

Dagur 9 – föstudagurinn 24. ágúst

Heim á leið

Eldsnemma þennan dag þarf að leggja af stað í áttina til Munchen til að vera á flugvellinum á réttum tíma; flugið er kl. 14:05, áætluð lending um kl 16:00

Tveir fararstjórar eru með hópnum allan tímann; Íslendingurinn Brandur Jón og Slóveninn Robert, góðir vinir og félagar sem hafa unnið vel saman mörg undafarin ár.

Brandur og Robert 

Þjónusta & verð 

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvallaskattar

16.08.2018: Flogið með Icelandair FI 532 Keflavík – Munchen,

Áætluð brottför 07:20 lending 13:05

24.08.2018: Flogið með Icelandair FI 533 Munchen – Keflavík,

Áætluð brottför 14:05 lending 16:00

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

Gist á hótelum og gistiheimilum eina til tvær nætur í senn

 

Matur

Morgunverður:

Innifalinn alla dagana

Kvöldverður:

Innifalinn alla dagana nema einn (ekki síðasta kvöldið)

Reiðhjól

Leiga á góðum fjallahjólum

Flutningur

Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar. Bíll fylgir hópnum flesta dagana til að flytja hann á milli svæða, sjá um farangurinn og hjólin o.s.frv.

Annað

Aðgangur að Skocjanske jame neðanjarðargljúfrinu /Aðgangur að safni um fyrri heimsstyrjöldina í Kobarid í Trenta dalnum

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson og Robert Ciglar

(Fundur með íslenska fararstjóranum fyrir ferðina)

Ekki innifalið: 

Hádegisverðir / Drykkir með kvöldverðum / Sigling á Bled vatninu / Aðgangur að söfnum / Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

 

Rafhjól - Hægt er að leigja rafknúið reiðhjól í stað hins hefðbundna hjóls og kostar það kr. 15.000,- aukalega

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

ISK 299.900,-staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

ISK 339.900,-staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 8 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlun ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfalla- trygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldu trygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         


Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á
info@explorer.is

Farþegar í göngu- og hjólaferðum Íslandsvina fá sérkjör í verslunum  Fjallakofans  í Hafnarfirði og Reykjavík, en Fjallakofinn selur útivistarvörur í háum gæðaflokki, m.a. hjólafatnað frá Löffler, kjörinn fyrir ferð sem þessa.

Fjallakofinn logo

| More