Blítt og létt á Borgundarhólmi - Danmörk 24. - 29. ágúst 2017
bornholm 2017
  BLÍTT OG LÉTT Á BORGUNDARHÓLMI - HJÓLAFERР
6 dagar / 5 nætur
Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 15
Fararstjóri Leifur Franzson

Prentvæna og nánari útgáfu af upplýsingum má fá hér

Borgundarhólmur eða Bornholm (stundum kölluð Solskinsøen) er lítil eyja með langa og merkilega sögu. 

Það er eitthvað svo notalegt og afslappað andrúmsloftið á Bornholm og fjölbreytni landslagsins kemur skemmtilega á óvart – svona falinn fjársjóður – og hvers dekkja-snúnings virði!

Þessi eyja lætur lítið yfir sér þar sem hún er sem útvörður Danmerkur í austri, vestarlega í Eystrasaltinu. En þó hún sé lítil lumar hún á ýmsu áhugaverðu sem gaman er að sjá og upplifa og í þessari ferð verða m.a. skoðaðar gamlar kastalarústir, vindmyllur og klettaristur, en þekktust eru þó gömlu síldarreykhúsin og sérkennilegu hringlaga kirkjurnar, - og svo er mannlífið líka svo áhugavert!

Gist verður á góðum hótelum, fyrstu nóttina í Rönne, næstu tvær í Allinge og síðustu tvær í Gudhjem.

Lágmarks fjöldi er 10 manns – hámark 15

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – fimmtudagur, 24. ágúst

Kaupmannahöfn - Rönne

Flogið til Kaupmannahafnar að morgni og síðan áfram með innanlandsflugi yfir til Rönne, höfuðstaðar Bornholm. Komið þangað síðdegis, farið á hótelið og hjólin afhent.

Dagar 2 til 5 – föstudagur, 25. ágúst til mánudags, 28. ágúst

Borgundarhólmur vítt og breytt

Þessa daga verður farið vítt og breytt um norður-, austur- og miðhluta eyjunnar og ýmsir áhugaverðir staðir skoðaðir. Landbúnaður og listalíf, kirkjur og kastalarústir, skrúðgarðar og skógarstígar, vindmyllur og veðurhanar, sólbaðsstrendur og síldarminjar - já ótalmargt áhugavert ber fyrir augu á þessari vinsælu ferðamannaeyju. Alltaf er eitthvað sem að kemur á óvart og fararstjórinn er laginn við að draga fram ýmislegt spennandi að skoða!

Dagur 6 – þriðjudagur, 29. ágúst

Gudhjem - Rönne og svo heim  á leið

Komið til Rönne upp úr hádeginu og bærinn skoðaður áður en hjólunum verður skilað. Síðdegis verður farið yfir á Kastrup og flogið heim að kvöldi...

 

ÞJÓNUSTA OG VERÐ:

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvalla-skattar

24.08.2017: Flogið snemma að morgni með Icelandair til Kastrup flugvallar og þaðan áfram með innanlandsflugi til Rönne

29.08.2017: Flogið síðdegis frá Rönne til Kastrup og þaðan áfram til Íslands um kvöldið

Nánari upplýsingar um flugtíma koma þegar nær dregur.

Gisting

Gist 5 nætur á góðum hótelum á Bornholm.

Matur

Morgunmatur:

Innifalinn alla dagana

Kvöldverður:

Innifalinn alla dagana nema heimferðardaginn

Flutningur o.fl.

Rútur til og frá flugvelli á Bornholm

Farangur fluttur á milli hótela (trúss, hámark 1 taska á mann)

Reiðhjól

Val um 7 gíra ferðahjól með fótbremsum að aftan/handbremsum að framan eða fjölgíra fjallahjól með handbremsum að aftan og framan

Fararstjórn

Leifur Franzson 

(Fundur með fararstjóra fyrir ferðina)

Ekki innifalið:

Hádegisverðir, aðgangseyrir á söfn o.þ.h. og annað sem ekki er talið upp í „innifalið”.

Rafhjól - Hægt er að leigja rafknúið reiðhjól í stað  hins hefðbundna hjóls og kostar það kr. 10.000 aukalega

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

ISK 249.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

ISK 279.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

 

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         

 

Frekari upplýsingar hjá Íslandsvinum í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

 

Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í verslunum  Fjallakofans  í Hafnarfirði og Reykjavík, en Fjallakofinn selur útivistarvörur í háum gæðaflokki, m.a. hjólafatnað frá Löffler, kjörinn fyrir ferð sem þessa.

| More