Stelvio ţjóđgarđurinn á Ítalíu 25. ágúst - 1. sept. 2018
STELVIO ÞJODGARDURINN

 STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN - GÖNGUFERÐ

8 dagar / 7 nætur

Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 12

Fararstjóri Sigrún M. Hallgrímsdóttir

Gönguferð um Stelvio þjóðgarðinn í Trentino héraðinu í Norður- Ítalíu, en þjóðgarðurinn er sá stærsti í landinu.

Þarna í fjölbreyttu og ævintýralega fallegu Alpa landslagi eru djúpir dalir milli hárra fjallstinda og liggur allt frá 650 m.y.s. til 3.900 m.y.s.

Og þarna er allt í bland; fjölskrúðug blómengi í dalbotnunum, sveitabæir upp um hlíðar, blátær fjallavötn, ár og fallegir fossar, og svo skreyta jökulhettur hæstu tinda.

Gengið verður á sex dögum um dalina Val di Rabbi, Val di Peio og Val Martello – og þá um hæðir og skörð á milli þeirra – milli vel útbúinna og notalegra fjallaskála þar sem gist verður í svefnpokaplássi í sal, og þar verða snæddir morgun- og kvöldverðir.

Þetta er miðlungserfið gönguferð og hentar öllu vönu göngufólki.

Íslenskur fararstjóri og enskumælandi sérhæfður leiðsögumaður

Skálarnir á þessu svæði eru þekktir fyrir góðan aðbúnað og vel útilátnar veitingar í mat og drykk

 

Dagur 1 – Laugardagur 25. ágúst

Val di Sole

Flogið til Munchen með Icelandair. Áætluð lending þar kl. 13:05 og við tekur uþb. 4 ½ klst. akstur með rútu til Dimaro í Val di Sole á Ítalíu. Kvöldverður og gisting á góðu 3*** hóteli í bænum.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 2 – sunnudagur 26. ágúst

Ganga hefst

Ekið með rútu upp í Rabbi dalinn og á upphafsstað göngunnar bætist leiðsögumaðurinn í hópinn. Gengið eftir skógarstígum inn á engi með búpeningi og seljum bænda, sem búa í dölunum fyrir neðan, upp í Haselgruber Hutte skálann (Rifugio Lago Corvo) (2435 m.y.s.) þar sem að gist verður fyrstu nóttina.

+1012m / - 0m / 4 klst.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 3 – mánudagur 27. ágúst

Val di Rabbi

Frá Haselgruber verður stefnt örlítið upp í móti, í norðvestur eftir víðum dal framhjá litlum stöðuvötnum og síðan verður það aðeins brattara þegar farið er upp á Cima Collecchio (Gleck) (2957 m.y.s.) sem er frábær útsýnisstaður yfir landslagið í kring. Þaðan vesturaf og niður til Dorigoni Hutte (2436 m.y.s.)

+522m / -521m / 4 klst.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 4 – þriðjudagur 28 ágúst

Val Maretto í Suður-Tirol

Byrjað á að fara upp í Passo di Saent skarðið (2965 m.y.s.) sem skiptir á milli Val di Rabbi og Val Martello, og er þá í leiðinni landamæri milli Trento og Suður-Tirol héraðanna. Úr skarðinu verður gengið á Punta Rossa di Martello (Vordere Rotspitz) (3033m) og þaðan niður í Rifugio Martello (2610 m.y.s.), en allan tímann blasa við hæstu tindar svæðisins; Cevedale (3769 m.y.s.), Gran Zebrù (3851 m.y.s.) og Ortles (3905 m.y.s.).

+597 / -430m / 7 klst.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 5 - miðvikudagur 29. ágúst

Val di Peio

Tiltölulega létt ganga meðfram Forcola jöklinum og síðan eftir honum upp í Forcola skarðið (3032 m.y.s.) – þaðan lækkun niður í glæsilega staðsettan skálann Cevedale Hutte (2607 m.y.s.) í Val di Peio

+430m / -430m / 3 klst.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 6 - fimmtudagur 30. ágúst

Val di Rabbi

Frá Cevedale Hutte um opið svæði yfir að Cevedale vötnunum og Careser vatni (2603 m.y.s.) þaðan upp í móti að Careser jöklinum sem, eins og aðrir jöklar svæðisins, er á hröðu undanhaldi og rýrnar stöðugt á milli ára. Þaðan aftur niður í Dorigoni Hutte (2436 m.y.s.)

+514m / -685m / 5 klst.

STELVIO ÞJODGARDURINN

Dagur 7 – föstudagur 31. ágúst

Síðasti göngudagurinn

Frá Dorigoni Hutte um Alpe di Campisol Aut (2445 m.y.s.), einum helstu heimkynnum fjallagemsunnar á svæðinu (Chamois). Þaðan eftir bröttum stígum ofan í skógivaxinn Val di Rabbi (Rabbi dalinn) með viðkomu hjá Saent fossunum – seinnipartinn lýkur göngunni og þaðan ekið í rútu yfir á hótelið í Val di Sole

+ 0m / -1050m / 5 klst.

st

Dagur 8 – laugardagur 1. september

Heim á leið

Snemma dags þarf að leggja af stað upp til Munchen þaðan sem flogið verður kl. 14.05 með Icelandair, áætluð lending um kl. 16:00

<>     <>     <>

Innifalið í verði ferðarinnar:

Flug og flugvallarskattar

Akstur milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar, og á milli upphafs og lokastaða göngunnar og hótelsins í Dimaro

2 nætur á Hotel Belfiore ***S fyrstu og síðustu nætur ferðarinnar, í eins og tveggja manna herbergjum

http://www.hotelbelfiore.it/en/

5 nætur í fjallaskálum – svefnpokapláss í sal

6 daga ganga um Stelvio þjóðgarðinn í fylgd með sérhæfðum enskumælandi fjallaleiðsögumanni UIAGM viðurkenndum

Hálft fæði, morgun og hádegisverðir, bæði á hóteli og í fjallaskálunum

Nestispakkar (miðdagshressing) á göngudögunum

Leiga á sérhæfðum búnaði þar sem þess gæti verið þörf (broddar og belti)

 

Ekki innifalið:

Lakpoki til nota í fjallaskálunum

Drykkir með kvöldverðum

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

<>      <>     <>

Þjónusta & verð

Innifalið

í verði ferðar:

Flug

25.08.2018: Flug FI 532 Keflavík – Munchen, brottför 07:20 lending 13:05 

01.09.2018: Flug FI 533 Munchen – Keflavík, brottför 14:05 lending 16:00  

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

 2 nætur á hóteli í Dimaro á Ítalíu / 5 nætur í fjallaskálum (kojur)

Matur

Morgunverður:

Innifalinn – Alla morgna

Hádegishressing:

Nestispakkar á göngudögunum

Kvöldverður:

Innifalinn – 5 kvöldverðir í fjallaskálum – 2 kvöldverðir á hótelinu í Dimaro

Ferðir og flutningar

Allur akstur og aðrir flutningar sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

 

Fararstjórn

Sigrún M. Hallgrímsdóttir

Fundur með fararstjóranum fyrir ferðina

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat á gististöðunum

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Lakpokar til að nota í kojunum

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið”

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

249.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

269.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 10 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu. 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

         

 

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

Farþegar  í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum  „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík

 

Búnaðarlisti:

1. Bakpoki, uþb. 30 lítrar

2. Gönguskór

3. Sandalar eða áþekkir skór til að nota í skálunum

4. Síðar og stuttar göngubuxur

5. Bolir og skyrtur (bolir ekki úr bómull)

6. Flíspeysa

7. Hlý nærföt

8. Vindheldur jakki (softshell)

9. Létt húfa og/eða hárband

10. Regnföt, buxur og jakki

11. Þunnir hanskar

12. Sólgleraugu

13. Handklæði

14. Persónulegar snyrtivörur (sápa, sjampó o.þ.h.)

15. Sólarvörn

16. Varasalvi

17. Vatnsflaska

18. Sjúkrabúnaður, aðgæta sérstaklega hælsærisplástra o.þ.h.

19. Farsími og hleðslutæki

20. Ennisljós

21. Neyðarflauta

22. Evrur í reiðufé – engin greiðslukort tekin í fjallaskálunum

 

Annað sem að gott er að hafa með sér:

1. Göngustafir

2. Nasl

3. Hnífur

4. Varaafl fyrir símann

| More