Vorferš um Balkanskagann - aprķl 2018
BALKAN TURINN
  VORFERÐ UM BALKANSKAGANN 
12 dagar / 11 nætur
Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 25
Fararstjóri Steinunn Steinarsdóttir

Prentvæna útgáfu af upplýsingum um ferðina má sjá hér 

Balkan skaginn er landsvæði í suð-austur hluta Evrópu og dregur nafn sitt af fjallgarði sem er austast í Serbíu og um Búlgaríu allt til Svarta hafsins. Hann liggur að sjó í vestri, suðri og austri en Dóná og fleiri ár afmarka svæðið í norðri. Fjölbreytni svæðisins er mikil, allt frá vogskorinni sjávarströnd upp til hárra fjalla; fossar og flúðir; skógar og berangur o.s.frv. 

Balkan löndin eru rík af sögu, menningu og fallegum byggingum. Í þessari 12 daga ferð verður farið um vestur hluta skagans og komið til Serbíu, Makedoníu, Albaníu, Svartfjallalands, Bosníu - Hersegovínu og Króatíu. Um flest þeirra liggja Dinarísku Alparnir, háslétta sem að liggur frá norð-vestri til suð-austurs. Þau eru því í senn svo lík, en á sama tíma mjög ólík, landfræðilega séð, en þó enn frekar að innri gerð, og má þar nefna t.d. mismunandi stafróf, trúarbrögð o.fl. Þau eru einnig mis langt á veg komin með að rétta sig af eftir stríðið sem að geisaði þarna á árunum 1991-95 og enn má sjá merki þess á sumum stöðum.  Þetta er því mjög fjölbreytt ferð og margt áhugavert sem að ber fyrir augu; moskur, kirkjur, virki og aðrar byggingar frá ýmsum tímum svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri víða stórbrotinni náttúrufegurð!

Á hverjum degi eru léttar göngur með leiðsögn um þær borgir, bæi og svæði sem verið er að skoða.

Alltaf verður gist á góðum hótelum og farið um í þægilegri rútu.

Alla dagana eru innifaldar þrjár máltíðir; morgun-, hádegis- og kvöldverðir. Morgun- og kvöldverðir verða alltaf á þeim hótelum sem að dvalið verður á hverju sinni, en hádegishressingin í takt við dagskrá hvers dags fyrir sig.

Allur aðgangseyrir að söfnum og öðru því sem að fylgir í áætlun ferðarinnar er innifalinn.

Íslenski fararstjórinn bjó um tíma í Sarajevo og þekkir sögu svæðisins vel. Aðal leiðsögumaður ferðarinnar er ensku-mælandi Bosníumaður sem verður með hópnum allan tímann auk þess sem sérstakur staðarleiðsögumaður kemur með í flestar skoðunarferðirnar.

 

Lágmarks fjöldi er 15 manns, hámark 25.

BALKAN TURINN

Ferðaáætlun:  

Dagur 1 – fimmtudagurinn 19. apríl

Keflavík – London – Belgrad

Brottför frá Keflavík kl. 07:25 og millilent í Frankfurt þaðan sem haldið verður áfram til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, áætluð lending þar kl. 22:00. Á flugvellinum tekur enskumælandi leiðsögumaður á móti hópnum, en hann mun verða með hópnum alla ferðina.

BALKAN TURINN

Dagur 2 – föstudagurinn 20. apríl

Belgrad

Fyrir hádegið verður farið í skoðunarferð um þessa mögnuðu borg  þar sem m.a. verður komið að eða farið um; Þjóðleikhúsið, bæjartorgið, þjóðminjasafnið og dómkirkjuna, en einnig út að Dóná sem að rennur í gegnum borgina.  Eftir hádegismat verður frjáls tími til að kynnast borginni betur á eigin vegum, rölta um eða tylla sér niður á einu af mörgum kaffihúsum borgarinnar.

BALKAN TURINN

Dagur 3 – laugardagurinn 21. apríl

Belgrad – Skopje

Nú verður ekið til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, og stoppað á leiðinni til að borða hádegismat.  Við komu til Skopje verður farið í skoðunarferð um borgina, þar sem meðal annars má sjá ýmsa þekkta staði; gömlu steinbrúna, gamla markaðstorgið (bazaar), gömlu lestarstöðina, Mustafa-Pasha moskuna, Daut Pasha mam (sem er eitt elsta tyrkneska baðið í gömlu Júgóslavíu), og að lokum minnisvarðann um Móðir Teresu. Eftir skoðunarferðina er frjáls tími.

Uþb. 435km / uþb. 5 klst akstur

BALKAN TURINN

Dagur 4 – sunnudagurinn 22. apríl

Skopje – Ohrid

Eftir morgunmatinn verður haldið til bæjarins Ohrid í Makedóníu. Þar verður farið í skoðunarferð þar sem sjá má, meðal annars; Gamla virkið, gamla bazaarinn, perlu-verslun og gamaldags pappísprentun.

Ef vel viðrar verður síðan hægt að fara í siglingu út á Ohrid vatnið sem er eitt það stærsta og dýpsta á Balkanskaganum og er á landamærum Makedoníu og Albaníu. Það er kristaltært og talið eitt af „elstu“ stöðuvötnum í heimi.

Uþb. 175km / uþb. 3 klst akstur

BALKAN TURINN

Dagur 5 – mánudagurinn 23. apríl

Ohrid – Tirana – Budva

Þennan dag verður byrjað á að fara frá Makedóníu til Tirana höfuðborgar Albaníu. Við komuna þangað verður snæddur hádegisverður og síðan haldið í skoðunarferð um borgina; Ethem moskan, klukkuturninn sem var byggður af Tyrkjum 1822, og kommúnista píramídarnir. Eftir skoðunarferðina haldið sem leið liggur áfram til Budva í Svartfjallalandi þar sem gist verður.

Uþb. 310km / uþb. 6 klst akstur

BALKAN TURINN

Budva – Kotor – Dubrovnik

Dagurinn hefst með skoðunarferð um gamla bæinn í Budva en síðan haldið til miðaldabæjarins Kotor sem stendur við samnefndan flóa. Þaðan áfram til Lepetane þar sem tekin verður ferja yfir til Dubrovnik í Króatíu. Dubrovnik er ein þekktasta borg Króatíu, og er á heimsminjaskrá UNESCO, eins og svo margir aðrir staðir á Balkanskaganum, enda er borgin með eindæmum falleg.

Uþb. 115km / uþb. 2 ½ klst akstur / Sigling uþb 15 mín.

BALKAN TURINN

Dagur 7 – miðvikudagurinn 25. apríl

Dagur í Dubrovnik

Að öllum hinum ólöstuðum er Dubrovnik einn þekktasti og mest sótti ferðamannastaður þessarar ferðar. Og ekki að ósekju, því ganga um borgarmúrana umhverfis gamla bæinn og um aðalgöturnar þar og þröngar útgöturnar frá þeim er skemmtileg upplifun. Fyrst verður farið um með staðarleiðsögumanni, en síðan gefinn frjáls tími til eigin uppgötvana.

BALKAN TURINN

Dagur 8 – fimmtudagurinn 26. apríl

Dubrovnik – Mostar – Sarajevo

Frá Króatíu verður ekið til Bosníu og Herzegovínu. Fyrsta stopp í Bosníu verður í Mostar, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Borgin er einna þekktust fyrir ”Stari Most” brúna (gamla brúin), sem einnig er á heimsminjaskrá UNESCO. Hópurinn fær leiðsögn um borgina með heimamanni, og eftir hádegismat verður ferðinni heitið til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu. Sarajevo er stórfengleg borg, með mikla sögu og einstaklega mikinn sjarma.

Uþb. 300km / uþb. 4 klst. akstur

BALKAN TURINN

Dagur 9 – föstudagurinn 27. apríl

Sarajevo

Byrjað á skoðunarferð um borgina; fyrst verður farið að Vrelo Bosne, uppsprettu árinnar Bosna, sem landið dregur nafn sitt af. Vrelo Bosne er útivistarsvæði og friðsæll garður í fallegri náttúru. Þar næst er haldið á „Göng vonarinnar” safnið, en göngin voru eina leiðin inn og úr Sarajevo í umsátri borgarinnar sem að stóð samfellt í 43 mánuði á árunum 1992-1996. Þetta er falleg borg, og farið verður um gamla bæinn og einnig skoðaðar margar af þekktustu byggingum og stöðum hennar. Eftir það verður frjáls tími til þess að rölta um miðbæinn, upplifa glögg skilin milli múslímska og kristna hluta hans, og svo eru þar m.a. margar flottar verslanir sem að gaman er að koma í.

BALKAN TURINN

Dagur 10 – laugardagurinn 28. apríl

Sarajevo – Travnik – Jajce – Bihac

Ekið til Čardaci til að upplifa ekta bosnískt sveitaþorp. Á leiðinni til Norður-Bosníu verður stoppað í Travnik, við Jajce fossana og við Pliva vötnin til að sjá allar litlu myllurnar. Komið til Bihac seinnipartinn.

Uþb. 320km / 5 ¼ klst akstur

BALKAN TURINN

Dagur 11 – sunnudagurinn 29. apríl

Bihac – Zagreb

Bihac er nálægt landamærum Króatíu, og því stutt yfir í Plitvice vötnin sem er einn af þjóðgörðum landsins - Þaðan verður farið yfir til Zagreb, höfuðborgar Króatíu. Þangað verður komið seinnipartinn og farið beint í skoðunarferð um borgina og helstu sögustaði hennar. Eftir það verður frjáls tími fram að kvöldmatnum og síðustu nóttinni í ferðinni.

Uþb. 200km / uþb. 3 ½ klst akstur

BALKAN TURINN

Dagur 12 – mánudagurinn 30. apríl

Heim á leið

Flogið verður frá Zagreb kl 09:10 til Frankfurt þar sem verður millilent, og svo er áætluð lending í Keflavík kl 15:45.

Þjónusta & verð

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvalla-skattar

19.04.2018: Flogið með Icelandair FI 520 Keflavík – Frankfurt,

áætluð brottför 07:25 – lending 12:50

Áfram með AirSerbia JU335 Frankfurt – Belgrad, áætluð brottför 20:10 – lending 22:00

30.04.2018: Flogið með Croatia Airlines OU416 Zagreb – Frankfurt,

áætluð brottför 09:10 – lending 10:40

Áfram með Icelandair FI 521 Frankfurt – Keflavík, áætluð brottför 14:00 – lending 15:35

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting

Gist á góðum fjögurra til fimm stjörnu hótelum í eina til tvær nætur í senn

 

Matur

Morgunverður

Innifalinn alla dagana (19. – 30. apríl)

Hádegisverður

Innifalinn alla dagana (19. – 29. apríl)

Kvöldverður

Innifalinn alla dagana (19. – 29. apríl)

Flutningur

Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar og ferjusigling frá Lepetane til Dubrovnik

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Allar skoðunarferðir og allur aðgangseyrir að söfnum og öðru sem að fellur undir áætlun ferðarinnar

Fararstjórn

Steinunn Steinarsdóttir og enskumælandi bosnískur leiðsögumaður, auk þess innlendur enskumælandi staðarleiðsögumaður í flestum skoðunarferðum í borgum og bæjum

Ekki innifalið: 

Drykkir með hádegis- og kvöldverðum og önnur eigin útgjöld

Sigling á Ohrid vatninu í Makedoniu (valkvætt)

Þjórfé til innlendra leiðsögumanna og bílstjóra rútunnar

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

ISK 349.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

ISK 389.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjald-dagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlun ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

       

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is 

Balkan skaginn er landsvæði í suð-austur hluta Evrópu og dregur nafn sitt af fjallgarði sem að er austast í Serbíu og um Búlgaríu allt til Svarta hafsins. Hann liggur að sjó í vestri, suðri og austri en Dóná og fleiri ár afmarka svæðið í norðri. Fjölbreytni svæðisins er mikil, allt frá vogskorinni sjávarströnd upp til hárra fjalla; fossar og flúðir; skógar og berangur o.s.frv.  
Balkan löndin eru rík af sögu, menningu og fallegum byggingum. Í þessari 11 daga rútuferð verður farið um vestur hluta skagans og komið til Serbíu, Makedoníu, Albaníu, Svartfjallalands, Bosníu - Hersegovínu og Króatíu. Um flest þeirra liggja Dinarísku Alparnir, háslétta sem að liggur frá norð-vestri til suð-austurs. Þau eru því í senn svo lík, en á sama tíma mjög ólík, landfræðilega séð, en þó enn frekar að innri gerð, og má þar nefna t.d. mismunandi stafróf, trúarbrögð o.fl. Þau eru einnig mis langt á veg komin með að rétta sig af eftir stríðið sem að geisaði þarna á árunum 1991-95 og enn má sjá merki þess á sumum stöðum.  Þetta er því mjög fjölbreytt ferð og margt áhugavert sem að ber fyrir augu; moskur, kirkjur, virki og aðrar byggingar frá ýmsum tímum svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri á köflum stórbrotinni náttúrufegurð!
Alltaf verður dvalið á góðum hótelum og farið um í þægilegri rútu.
Alla dagana eru innifaldar þrjár máltíðir; morgun-, hádegis- og kvöldverðir. Morgun- og kvöldverðir verða alltaf á þeim hótelum sem að dvalið verður á hverju sinni, en hádegisverður í takt við dagskrá hvers dags fyrir sig.
Allur aðgangseyrir að söfnum og öðru því sem að fylgir í áætlun ferðarinnar er innifalinn.
Íslenskur fararstjóri og enskumælandi leiðsögumaður verða með hópnum allan tímann auk þess sem að sérstakur staðarleiðsögumaður kemur með í flestar skoðunarferðirnar.
Lágmarks fjöldi er 20 manns, hámark 30
Ferðaáætlun: 
Dagur 1 – laugardagurinn 8. apríl
Keflavík – London – Belgrad 
Brottför frá Keflavík kl. 07:40 og millilent í London þaðan sem haldið verður áfram til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, áætluð lending þar kl. 17:10. Á flugvellinum tekur enskumælandi leiðsögumaður á móti hópnum, en hann mun verða með hópnum alla ferðina. 
Dagur 2 – sunnudagurinn 9. apríl – Pálmasunnudagur 
Belgrad
Fyrir hádegið verður farið í skoðunarferð um þessa mögnuðu borg  þar sem m.a. verður komið að eða farið um; Þjóðleikhúsið, bæjartorgið, þjóðminjasafnið og dómkirkjuna.  Eftir hádegismat verður frjáls tími til að kynnast borginni betur á eigin vegum, rölta um eða tylla sér niður á einu af mörgum kaffihúsum borgarinnar. 
Dagur 3 – mánudagurinn 10. apríl
Belgrad – Skopje
Nú verður ekið til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, og stoppað á leiðinni til að borða hádegismat.  Við komu til Skopje verður farið í skoðunarferð um borgina, þar sem meðal annars má sjá ýmsa þekkta staði; gömlu steinbrúna, gamla bazaarinn, gömlu lestarstöðina, Mustafa-Pasha moskuna, Daut Pasha mam (sem er eitt elsta tyrkneska baðið í gömlu Júgóslavíu), og að lokum minnisvarðann um Móðir Teresu. Eftir skoðunarferðina er frjáls tími.
Dagur 4 – þriðjudagurinn 11. apríl
Skopje – Ohrid 
Eftir morgunmatinn verður ferðinni haldið til Ohrid og farið verður í skoðunarferð þar sem sjá má, meðal annars; Hadzi Turgut moskuna, gamla bazaarinn og Zeynel Abidin Pasha Tekke (hús Sultansins). 
Ef vel viðrar verður síðan hægt að fara í siglingu út á Ohrid vatnið sem er eitt það stærsta og dýpsta á Balkanskaganum og er á landamærum Makedoníu og Albaníu. Það er kristaltært og talið eitt af „elstu“ stöðuvötnum í heimi.
Dagur 5 – miðvikudagurinn 12. apríl
Ohrid – Tirana – Budva 
Þennan dag verður byrjað á að fara frá Makedóníu til Tirana höfuðborgar Albaníu. Við komuna þangað verður snæddur hádegisverður og síðan haldið í skoðunarferð um borgina; Ethem moskan, klukkuturninn sem var byggður af Tyrkjum 1822, og kommúnista píramídarnir. Eftir skoðunarferðina haldið sem leið liggur áfram til Budva í Svartfjallalandi þar sem gist verður.
Dagur 6 – fimmtudagurinn 13. apríl – Skírdagur 
Budva – Kotor – Dubrovnik 
Dagurinn hefst með skoðunarferð um gamla bæinn í Budva en síðan haldið til Kotor, og áfram til Lepetane þar sem tekin verður ferja yfir flóann til að komast til Dubrovnik í Króatíu. Dubrovnik er ein þekktasta borg Króatíu, og er á heimsminjaskrá UNESCO eins og svo margir aðrir staðir á Balkanskaganum, enda er borgin með eindæmum falleg. Við komuna þangað verður farið í skoðunarferð.
Dagur 7 – föstudagurinn 14. apríl – Föstudagurinn langi
Dubrovnik – Mostar – Sarajevo 
Frá Króatíu verður ekið til Bosníu og Herzegovínu, sem þekktust er fyrir stríðið fyrir rúmum 25 árum. Fyrsta stopp í Bosníu verður í Mostar, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Borgin er einna þekktust fyrir ”Stari Most” brúna (gamla brúin), sem einnig er á heimsminjaskrá UNESCO. Hópurinn fær leiðsögn um borgina með heimamanni, og eftir hádegismat verður ferðinni heitið til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu. Sarajevo er stórfengleg borg, með mikla sögu og einstaklega mikinn sjarma.
Dagur 8 – laugardagurinn 15. apríl
Sarajevo
Byrjað á skoðunarferð um þessa einstöku borg; fyrst verður farið að Vrelo Bosne, uppsprettu árinnar Bosna, sem landið tekur nafn sitt af. Vrelo Bosne er útivistarsvæði og garður, friðsæll, og með fallega náttúru. Þar næst er haldið á ”Göng vonarinnar” safnið, en göngin voru eina leiðin inn og úr Sarajevo í umsátri borgarinnar sem að stóð samfellt í 43 mánuði. Síðan verður farið um gamla bæinn og einnig skoðaðar margar af þekktustu byggingum og stöðum borgarinnar. Eftir það verður frjáls tími þar sem hægt verður að sitja á einu af mörgum kaffihúsum Sarajevo, eða kanna borgina enn frekar upp á eigin spýtur.
Dagur 9 – sunnudagurinn 16. apríl – Páskadagur 
Sarajevo – Travnik – Jajce – Bihac
Ekið til þorpsins Čardaci til að upplifa ekta bosnískt sveitaþorp. Á leiðinni til Norður-Bosníu verður stoppað í Travnik, við Jajce fossana og Pliva vötnin til að njóta þar fallegrar náttúru og kyrrðar. Komið til Bihac seinnipartinn... 
Dagur 10 – mánudagurinn 17. apríl – Annar í Páskum
Bihac – Zagreb 
Bihac er nálægt landamærum Króatíu, og mörgum finnst stílinn í borginni hallast meira að því að vera króatískur en bosnískur. - Þaðan verður farið yfir til Zagreb, höfuðborgar Króatíu. Eftir hádegismat þar verður farið í skoðunarferð um borgina og helstu sögulegu staði hennar. Eftir ferðina verður frjáls tími fram að kvöldmatnum og síðustu nóttinni í ferðinni. 
Dagur 11 – þriðjudagurinn 18. apríl
Zagreb – og heim á leið
Flogið verður frá Zagreb kl 08:30 til London þar sem verður millilent, en svo er áætluð lending í Keflavík kl 15:00. 
| More