Pįskar 2018 - Ķtalķa, sunnan Alpa, noršan Pó
FENEYJAR

Ítalía, sunnan Alpa, norðan Pó - Páskar 2018

10 dagar / 9 nætur
Lágmarks fjöldi 15 manns, hámark 25
Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson

Prentvæna útgáfu af þessum upplýsingum má fá hér

Dagsetningar: 24. mars – 2. apríl 2018

Ítalía er stórt land og hefur upp á ótalmargt áhugavert að bjóða fyrir ferðafólk;  fjölbreytt og fallegt landslag, byggingar frá ýmsum tímum, iðandi mannlíf og góðan mat, svo fátt eitt sé nefnt.

Í þessari flottu skoðunarferð verður farið í rútu vítt um völl á Norður-Ítalíu, sunnan Alpafjallanna og nyrst á Pó sléttunni, norðan við samnefnda á, til þess að skoða og upplifa fegurð landsins, kynnast sögunni, skoða fallega bæi og byggingar og smakka góðan mat.

Farið verður um nokkra af þekktustu og mest sóttu ferðamannastöðum heims svo sem miðbæ Milano, Lago Maggiore, Gardavatnið, Verona, Sirmione, Dolomítafjöllin og Feneyjar, en auk þess komið til margra minni þekktra staða, sem eru ekki síður áhugaverðir; Gardone, Negrar, Lago di Carezza (regnbogavatnið), Valdobbiadene, Bassano, Mantua – svo fátt eitt sé nefnt! Og svo er þá ónefndur matur og drykkur o.fl.

Mjög mikið innifalið:

Allar nætur gist á fjögurra stjörnu hótelum.

Alla dagana eru innifaldar tvær máltíðir; morgun- og kvöldverðir. Kvöldverðir verða nánast alltaf á þeim hótelum sem að dvalið verður á hverju sinni, eða í næsta nágrenni við þau. Hádegisverðahlé verða síðan tekin í takt við dagskrá hvers dags fyrir sig.

Allur aðgangseyrir að söfnum og öðru því sem að fylgir í áætlun ferðarinnar.

Allur akstur, siglingar og lestarferðir samkvæmt dagskrá.

Íslenskur fararstjóri og enskumælandi leiðsögumaður verða með hópnum allan tímann auk þess sem sérstakur staðarleiðsögumaður uppfræðir hópinn þar sem það á við.

Þátttakendur þurfa því aldrei að greiða neitt sem að telst viðbót við ferðina, það er eingöngu við kaup á hádegishressingunni sem slíks er þörf, eða við aðra persónulega neyslu.

Eitt af aðalsmerkjum Íslandsvina er að fara með minni hópa sem gerir ferðalagið persónulegra og allt léttara í vöfum á hótelum, skoðunarstöðum o.s.frv., lágmarks fjöldi er 15 manns, hámark 25 manns!

milano

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – laugardagurinn 24. mars

Keflavík – Amsterdam – Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 07:40 og millilent í Amsterdam þaðan sem haldið verður áfram til Milano, næst stærstu borgar Ítalíu, áætluð lending þar kl. 18:40 og farið beint inn á hótel þar sem að snæddur verður kvöldverður.

Dagur 2 – sunnudagurinn 25. mars – Pálmasunnudagur

Milano og Lago Maggiore

Fyrir hádegið verður farið í skoðunarferð um miðborg Milano sem er höfuðborg Lombardia (Langbarðalands) héraðsins. Þar verður m.a. komið að eða farið um nokkur af þekktustu kennileitum borgarinnar; Dómkirkjuna, La Scala óperuhúsið,  Sforzesco kastalann o.fl. Eftir hádegið verður farið í rútu að Lago Maggiore, einu af stærstu stöðuvötnum Ítalíu. Frá bænum Stresa verður siglt út að Borromean eyjunum sem eru við suðurenda vatnsins og komið í land á Bella eyjunni til þess að skoða fallega garða sem að þar eru við Borromeo höllina.

Undir kvöld verður síðan ekið frá Stresa að hóteli í Desenzano sem er við suðurenda Gardavatnsins.

Dagur 3 – mánudagurinn 26. mars

Suðvesturhluti Gardavatnsins (Sirmione, Gardone)

Gardavatnið er stærsta stöðuvatn Ítalíu og þennan dag verður farið um suð-vesturhluta þess. Byrjað verður á að skoða Sirmione, bæ sem stendur yst á endanum á mjóum tanga sem skagar út í vatnið að sunnan, þar sem m.a. verða skoðaðar minjar allt frá dögum Rómverja.

Frá Sirmione verður siglt yfir til Gardone og sá bær, og hans næsta nágrenni, skoðað, áður en ekið verður aftur til Desenzano.

Dagur 4 – þriðjudagurinn 27. mars

Verona!

Þennan daginn verður haldið til borgarinnar Verona og farið m.a. að svölum Júlíu (Shakespeare lét söguna sína um Rómeó og Júlíu gerst í Verona),  Rómverska hringleikahúsið Arena di Verona skoðað o.fl. o.fl.

Eftir hádegið ekið til Negrar þar sem m.a. verður farið í smökkun á einum af þekktustu afurðum Valpolicella héraðsins; Recioto og Amareno léttvínunum sem að skera sig skemmtilega út öðrum vínum. Þaðan ekið aftur til hótelsins í Desenzano.

dolomitafjoll

Dagur 5 – miðvikudagurinn 28. mars

Dolomitafjöllin

Þetta verður lengsti akstursdagur ferðarinnar; farið upp eftir Adige dalnum til þess að komast í snertingu við einn af flottustu fjallgörðum heims, hina tignarlegu Dolomita, sem að skreyta landslagið eftirminnilega með snarbröttum hlíðum og háum tindum. Stoppað m.a. við Carezza vatnið og í bænum Canazei sem er ofarlega í Fassa dalnum (Val di Fassa). Umlukin hrikalegri náttúrufegurðinni um stund, en síðan ekið suður eftir austurhluta Dolomitanna niður til Treviso þar sem að  gist verður næstu þrjár nætur.

Dagar 6 og 7 – fimmtud. 29. mars og föstud. 30. mars – Skírdagur og föstudagurinn langi

Hinar fögru Feneyjar

Feneyjar, það þarf varla að segja meira því þær eru einn af þekktustu ferðamannastöðum heims! Allt svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO og á þessum tveimur dögum verður farið um alla þekktustu hluta þessara 118 smáeyja sem að flestar tengjast með fjölmörgum smærri og stærri brúm. Torg heilags Markúsar, Canale Grande, síki og gondólar, glerblástur, veitingastaðir, verslanir o.fl., að hluta til með staðarleiðsögumanni, en farið á milli með lest upp til fastalandsins til gistingar í Treviso.

bassano

Dagur 8 – laugardagurinn 31. mars

Prosecco stígurinn

Fram eftir degi verður farið um svæðið norðan við Treviso, m.a. eftir „Strada del Prosecco“ (Prosecco stígnum) og komið m.a. til bæjanna Conegliano og Valdobbiadene, en þaðan og frá svæðinu í kring, eru hin þekktu hvítvín Prosecco, en þetta er eitt af aðal ræktunarsvæðum Glera vínþrúgunnar sem að er undirstaðan í Prosecco vínunum - og boðið verður upp á smökkun á þeim. Síðan ekið til Bassano del Grappa og gamli bæjarhlutinn skoðaður. Síðdegis ekið til Mantua og gist þar.

Dagur 9 – sunnudagurinn 1. apríl – Páskadagur

Mantua og síðan vestur á bóginn...

Dagurinn hefst á skoðunarferð um Mantua sem að hefur margt fallegt að sýna, og hún var m.a. valin menningarborg Ítalíu 2016 og matvælahöfuðborg Evrópu 2017 (European Capital of Gastronomy 2017). Eftir hádegið verður ekið af stað til Mílanó, farið beint inn á veitingastað í miðbænum þar sem að síðasta kvöldmáltíð ferðarinnar verður í notalegri stemningu með góðri tónlist, skemmtilegu fólki og góðum mat. Þaðan verður farið á hótel í nágrenni flugvallarins þar sem að gist verður síðustu nóttina.

Dagur 10 – mánudagurinn 2. apríl – Annar í Páskum

Heim á leið...

Eldsnemma morguns þarf að fara á stjá og til flugvallarins því að flugið frá Malpensa (Milanó) fer kl 06:45 til Amsterdam þar sem verður millilent, en svo áfram þaðan kl. 14:00 og áætluð lending í Keflavík er kl 15:10. 

Þjónusta & verð:

Innifalið í verði ferðar:

Flug og flugvalla-skattar

24.03.2018: Flogið með Icelandair FI 500 Keflavík – Amsterdam,

áætluð brottför 07:40 – lending 11:40

Áfram með KLM KL 1633 Amsterdam – Malpensa, áætluð brottför 17:00 – lending 18:40

02.04.2018: Flogið með KLM KL1628 Malpensa – Amsterdam

áætluð brottför 06:45 – lending 08:40

Áfram með Icelandair FI 501 Amsterdam – Keflavík, áætluð brottför 14:00 – lending 15:10

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

 

Gisting

Gist á fjögurra stjörnu hótelum

 

Matur

Morgunverður

Innifalinn

Hádegisverður

Ekki innifalinn

Kvöldverður

Innifalinn

Flutningur

Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar; siglingar á Lago Maggiore og Lago di Garda; lestarferðir að og frá Feneyjum og siglingar þar

 

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h.

Allar skoðunarferðir og allur aðgangseyrir að söfnum og öðru sem að fellur undir áætlun ferðarinnar

 

Fararstjórn

Brandur Jón Guðjónsson og enskumælandi ítalskur leiðsögumaður. Auk þess enskumælandi staðarleiðsögumaður þar sem það á við

 

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldverðum og önnur eigin útgjöld

Hádegishressing

Þjórfé til innlendra leiðsögumanna og bílstjóra rútunnar

Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi

ISK 349.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

ISK 399.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjald-dagar:

Staðfestingargjald: 

Staðfestingargjald ISK 75.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla: 

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlun ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélög getur verið með sína skilmála til viðbótar.

 

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á info@explorer.is

| More