Íslandsvinir / Iceland Explorer bjóða eins og undanfarin ár upp á nokkrar sérvaldar og skipulagðar hópferðir til útlanda á árinu, gönguferðir, skíðaferðir, hjólaferðir og sérferðir af ýmsu tagi. Aðalsmerki í ferðum okkar er „hreyfing og menning“ og þannig er lögð rík áhersla á að farþegar upplifi og njóti sem best þess svæðis sem ferðast er um. Hæfileg hreyfing, að sjálfsögðu í takt við getu hóps og markmið ferðar, er mikilvægur þáttur í því að komast í nána snertingu við landið og menninguna um leið og andleg og líkamlega vellíðan tekur völdin og slegið verður á létta strengi í hópi góðra ferðafélaga. Fararstjórar okkar eru þaulreyndir hver á sínu sviði og þeir leggja sig alla fram um að miðla úr viskubrunnum sínum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera ferðina eins ánægjulega og kostur er.