Velkomin/n til slandsvina/Iceland Explorer

"Þetta var skemmtileg ferð. Fallegt og fjölbreytt umhverfi með mikla sögu. Brandur fararstjóri stóð sig með mikilli prýði og allt skipulag ferðarinnar frábært. Ég mæli með þessari ferð og vil þakka ferðaskrifstofunni Íslandsvinum fyrir mig." Grétar William Guðbergsson - Dónárdraumur 8. - 15. Júní 2015

 

„Þessi ferð var samfellt ævintýri frá upphafi til enda. Fjölbreyttar, fallegar og skemmtilegar hjólaleiðir við allra hæfi. Það var virkilega gaman að búa í skútunni og þar var yndisleg stemning. Það var líka dásamlegt þegar akkerum var kastað í fagurbláum flóa og fólki boðið að synda. Að synda í tærum sjó þar sem enginn er á ferð nema þú og þínir ferðafélagar er upplifun út af fyrir sig og auðvitað mjög hressandi líka. Osturinn á eyjunni Pag er líka ógleymanlegur. Frábær upplifun og frábært frí.“

Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Auðunn Páll Sigurðsson - Umsögn um hjólaferð um Kvarnerflóann í Króatíu, sept. 2014.

 

fjolbreyttar ferdir i vetur

Hafðu samband í síma 510 9500 eða skrifaðu okkur á info@explorer.is fyrir nánari upplýsingar og/eða skráningu

 

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir h.f. hefur verið starfrækt frá 1998.  Hún er í eigu Halldórs Hreinssonar.  Einnig starfar hún undir Iceland Explorer fyrir erlenda viðskiptavini í ferðum um Ísland. 

Fyrst og fremst eru það útivistarferðir sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og hafa þar göngu-, hjóla- og skíðaferðir verið vinsælastar, en núna eiga menningarferðir af ýmsum toga vaxandi fylgi að fagna.  Sanngjarnt verð og litlir hópar ásamt góðri fararstjórn er það sem er leitast við að bjóða viðskiptavinum upp á. 

Flestar ferðir eru hópferðir en einnig aðstoðum við hópa við að bóka flug, hótel og annað í fyrirfram ákveðnar ferðir. 

Hafið samband á info@explorer.is

| More

Sep

19

Helmut Maier, Austurríkismaður sem að búið hefur í áratugi á Íslandi og verið landsliðsþjálfari Íslands á skíðum, verður með skíðaferð á sínar heimaslóðir í Naukirchen í janúar. Fjölskylduvænt svæði og brekkur við allra hæfi - og svo verður búið á einu albest setta hótelinu...   Meira

Sep

19

Auður Kristín Ebenezersdóttir og Óskar Ingólfsson verða með vikulangt skíðagöngunámskeið í Tékklandi í vetur - er ekki snjallt að skipta aðeins um umhverfi og læra frá grunni, eða ryfja upp, hvernig best verður gert í skíðagönguiðkun?

http://islandsvinir.is/is/ferdir/skidaferdir/gonguskidaferd_og_namskeid_i_tekkland_25._febr.__5._mars_2017/


» Frttasafn